Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan ágúst stendur í 133 stigum og hækkar um 0,3% frá mánuðinum á undan. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar . Vísitalan gildir í september 2017.

Verð á innlendu efni hækkaði um 0,5% og stóð fyrir 0,2 prósentustigum hækkunarinnar. Þá hækkaði verð á innfluttu efni um 0,7% milli mánaða og stóð fyrir 0,1 prósentustigi hækkunarinnar milli mánaða.

Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 1,1% á síðustu tólf mánuðum og um 2,1% það sem af er þessu ári.