Vísitala byggingarkostnaðar, sem reiknuð er um miðjan janúarmánuð, er komin í 137,0 stig, sem er hækkun um 0,4% frá síðasta mánuði. Þar af hækkaði innlent efni um 0,8%.

Á síðustu tólf mánuðum hefur hækkun vísitölu byggingarkostnaðar numið 5,1%, fór hún úr 130,3 stigum í febrúar á síðasta ári upp í 137,0 stig að því er segir á vef Hagstofu Íslands .