Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan september 2015 er 127,8 stig sem er 0,1% lækkun frá fyrri mánuði, samkvæmt nýrri frétt Hagstofu Íslands .

Þar segir að lækkunina megi aðallega rekja til 1,2% lækkunar innflutts efnis milli mánaða, en það hafði áhrif á vísitöluna til lækkunar sem nemur 0,3%.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,1%. Vísitalan gildir í október 2015.