Íslenskur Jarðefnaiðnaður, sem er fyrirtæki í vikurútflutningi og vikurvinnslu, sendi 5.780 rúmmetrum af vikri til Danmerkur um síðustu helgi. Frá þessu er greint á fréttavefnum sudurland.net.

Vikurinn er notaður í byggingariðnaði. Einkum til skorsteinaframleiðslu, en vikurinn þykir einkar hentugur til slíkrar framleiðslu.

Þetta er annar stóri farmurinn sem Jarðefnaiðnaður flytur út af vikri á þessu ári, sá fyrri fór til Þýskalanda fyrr í vetur. En þessi lönd kaupa mest af vikrinum sem fluttur er út frá Þorlákshöfn.

Það eru einkum tvær gerðir af vikri sem fluttar eru út frá fyrirtækinu, það er svokallaður byggingavikur og einnig er flutt nokkuð af ræktunarvikri sem einkum fer til Hollands