Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan mars 2008, er 403,1 stig og hækkaði um 4,43% frá fyrra mánuði.

Samkvæmt nýjum kjarasamningum hækkuðu laun iðnaðarmanna og verkafólks í byggingarvísitölunni um 6,8% sem leiddi til 2,8% hækkunar vísitölunnar. Vísitalan gildir í apríl 2008.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 9,2%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Þá er  launavísitala í febrúar 2008 333,5 stig og hækkar um 0,8% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,8%.