Í dag lýkur formlega byggingu Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og verður húsnæðið afhent í dag en opið hús verður á morgun fyrir almenning. Fyrri hluta verksins var afhentur í haust og hafa kennarar og á annað hundrað nemendur sætt sig við að sitja þröngt þessa fyrstu mánuði skólahaldsins. Það var Loftorka Borgarnesi sem var aðalbyggingaaðili verksins.

Fjöldi undirverktaka kom aða verkinu. Utanhússklæðning og ísetning glugga annast Skipavík í Stykkishólmi. Eðvarð málari í Grundarfirði og Björn málari í Stykkishólmi sameinuðust um málningarvinnu. Byko, í samráði við Kristján Ragnarsson frá Hraunhálsi, sá um pappalagningu á þak og Rafgrund í Grundarfirði annaðist raflagnir. Trésmiðja Þráins Gíslasonar á Akranesi smíðaði og setti upp innréttingar og hurðir og Faglagnir ehf. í Reykjavík voru með pípulagnir. Stjörnublikk sá um loftræstikerfi og lofthitun.