Mikil uppbygging hefur verið á Siglufirði undanfarin ár og hefur Róbert Guðfinnsson, oft nefndur sonur Siglufjarðar, leitt þá uppbyggingu. Róbert er alinn upp á Siglufirði og var um tíma forstjóri útgerðarfyrirtækisins Þormóðs ramma. Undanfarin ár hefur Róbert fjárfest mikið í sínum heimabæ. Eitt af verkefnunum sem hann hefur fjárfest í er bygging nýs hótels. Sigló Hótel, sem verður 68 herbergja hótel við smábátahöfnina og verður opnað eftir rúmlega hálft ár.

„Framkvæmdirnar ganga vel,“ segir Róbert. „Það er allt á áætlun. Við byrjuðum í janúar síðastliðnum og stefnum að því að opna 1. júní.“

Viðskiptablaðinu barst ábending um að eigendur Sigló Hótel væru búnir að selja gistingu um áramót fimmtán ár fram í tímann.

„Það er nú ekki alveg rétt en okkur gengur vel. Við ætlum að selja sérstöðu eins og allir eru að reyna að gera. Þetta er dýr framkvæmd. Heildarkostnaðurinn er um 1.400 milljónir króna og við vinnum bara með eigið fé. Við erum ekki með neinn banka á bakinu og þar af leiðandi getum við tekið okkur meiri tíma og gert þetta á okkar forsendum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .