Á teikniborðinu í Katar er bygging nokkurra borga sem á að verða tilbúnar fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 2022. Ágætt þykir að plana svolítið fram í tímann því ekkert er nú að sjá í eyðimörkinni þar sem borgirnar eiga að rísa.

Ein borganna mun heita Lusail. Hún verður á 72 ferkílómetra svæði um 24 kílómetra norður af Doha.

Eins og allir vita eiga olíufurstarnir í Katar nóg af seðlum og því lítið mál fyrir þá að opna budduna. Budda þeirra sem að framkvæmdunum koma hlýtur að vera í stærri kantinum enda kostnaður við byggingu Lusail er áætlaður um 45 milljarðar dala, jafnvirði rúmra 5.200 milljarða íslenskra króna. Til að gefa einhverja mynd af kostnaðinum nam verg landsframleiðsla Íslands 1.786 milljörðum króna. Það jafngildir þremur landsframleiðslum Íslands.

Þegar er búið að búa til vefsíðu fyrir Lusail þar sem áformin eru kynnt frekar. Þar má sömuleiðis skoða tölvumyndir sem þessar af því hvernig Katar-búar sjá borgina fyrir sér.