Í gær, 21. desember, undirrituðu Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness og Teitur Ingi Valmundsson aðstoðarframkvæmdastjóri LNS Saga ehf. samning um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. Framkvæmdir hefjast í byrjun næsta árs. Hjúkrunarheimilið mun rísa við Safnatröð á einum rómaðasta útsýnisstað á Nesinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seltjarnarnesbæ.

Fjörutíu rými koma til með að vera í hjúkrunarheimilinu, og á umhverfið og aðbúnaðurinn að líkjast hefðbundnum einkaheimilum. Byggingin verður á einni hæð, án stiga. Seltjarnarnesbær annast hönnun og byggingu heimilisins í samráði við Framkvæmdasýslu ríkisins og Velferðarráðuneytið. Björn Guðbrandsson, arkitekt frá Arkís ehf., er arkitekt hússins.

Viðskiptblaðið greindi frá því í gær að danska samsteypan Munck Group tók í dag yfir íslenska verktakafyrirtækið LNS Saga.