Undirritaðir hafa verið samningar milli Akraneskaupsstaðar og Ístaks um að Ístak sjá um byggingu á heitri laug við Langasand sem mun bera nafnið Guðlaug að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Verkið felst í uppsteypu á laugarmannvirki við Langasand á Akranesi ásamt tilheyrandi jarðvinnu og frágangi umhverfis.Guðlaug verður einkar glæsilegt steinsteypt mannvirki, staðsett í brimvarnargarðinum á Langasandi að því er segir í tilkynningunni.

Mannvirkið, Guðlaug, þjónar fjórþættu hlutverki sem birtist í þremur hæðum þess og tröppum. Þriðja hæðin næst áhorfendastúku er útsýnispallur, þar undir á annarri hæð er heit setlaug og sturtur. Á annarri hæð er einnig tækjarými.

Á fyrstu hæð er grunn vaðlaug. Á milli hæðanna eru tröppur sem einnig mynda tengingu á mill bakkans og fjörunnar. Verkið mun hefjast á næstu dögum en að fullu lokið 30. júní 2018.