Ársfundur Samáls, Samtaka álframleiðanda á Íslandi, var haldinn í Hörpu í morgun en þar var m.a. rætt um horfur í áliðnaðinum. Meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn var Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, en hún ræddi um framtíð íslensks áliðnaðar og mikilvægi íslenska álklasans og rannsóknarvinnu tengdri honum.

Á fundinum var undirrituð viljayfirlýsing um uppbyggingu áliðnaðarins en undir hana skrifuðu Ragnheiður Elín Tryggvadóttir, iðnaðarráðherra, og forsvarsmenn álframleiðanda á Íslandi. Rannveig ítrekar að álklasinn stuðli að uppbyggingu áliðnaðarins en að mati hennar er framtíð íslenskrar álframleiðslu björt.

VB Sjónvarp ræddi við Rannveigu.