Askar Capital er nýr banki á markaði sem er í örri útrás. Allar fjárfestingar bankans eru erlendis og hefur hann einbeitt sér að fasteignasjóðum á nýmörkuðum eins og Indlandi og Kína. Macau, Sjanghæ og Hong Kong eru svæði í Kína þar sem Askar eru að festa sig í sessi.

Í viðtali við Viðskiptablaðið segir bankastjóri Aska, Tryggvi Þór Herbertsson, frá því að Askar Capital ætli sér að byggja heila borg í Mumbai á Indlandi. Tryggvi Þór var forstjóri Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands áður en hann tók við forstjórastöðu Askar Capital.