Íslenska bankaútrásin í Skandinavíu hefur mætt nokkuð óvæntum mótbyr sem hefur verið að koma skýrar upp á yfirborðið á síðustu mánuðum. Þessi mótbyr birtist í neikvæðu viðhorfi landanna í Skandinavíu gagnvart getu íslenskra fjármálafyrirtækja á yfirtökum þarlendra fjármálafyrirtækja.

Skandinavískir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum og umfjöllun síðustu mánuði þar sem því er velt upp hvernig þessi útrás sé fjármögnuð og þá gripið til þess að skýra hana með því að hér sitji menn sem hreinlega prenti peninga eða kaupin séu fjármögnuð með illa fengnu fé frá Rússlandi. Nú í síðustu viku birtist frétt norska blaðinu Dagens Næringsliv þar sem greint er frá skýrslu sem norski prófessorinn Thore Johnsen vann um íslenskan bankamarkað fyrir norska fjármálaeftirlitið. Þar heldur Thore því fram að lítið þurfi útaf að bregða hér á landi svo að íslenska bankakerfið hrynji eins og spilaborg.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun