Bygma Ísland ehf., móðurfélag Húsasmiðjunnar, skilaði 199,6 milljóna króna tapi í fyrra, samanborið við 180,8 milljóna króna tap árið 2012.

Líkt og í fyrra voru það neikvæð áhrif dótturfélagsins sem mestu réðu um afkomuna í ár, en þessi liður var neikvæður um 174,6 milljónir króna í fyrra, en 178,9 milljónir árið 2012.

Eignir félagsins jukust um tæpar 22 milljónir milli ára, en kröfum Bygma Íslands á Húsasmiðjuna að fjárhæð 1.050 milljónir króna var breytt í hlutafé á árinu.

Skuldir jukust um 221,3 milljónir á milli ára, en þær eru nær allar við danska móðurfélagið Bygma GruppenA/ S. Eigið fé Bygma Íslands nam um síðustu áramót 419,6 milljónum króna en var ári fyrr 619,2 milljónir króna.