Byko kynnir í dag það sem kallað er VERÐVERND BYKO. Það er í raun yfirlýsing um að fyrirtækið tryggi viðskiptavinum sínum lægra verð en samkeppnisaðilarnir bjóða á sömu eða sambærilegri vöru. Er þetta sama stefna og þegar hefur verið mörkuð hjá tveimur öðrum verslunum samsteypunnar, Intersport og ELKO. Með verðverndinni eiga viðskiptavinir að geta treyst því að verslanirnar keppi að því að bjóða alltaf lægsta fáanlega verð á sömu eða sambærilegri vöru.

Verðverndin felur í sér að ef keypt er vara í Byko og viðskiptavinur sér síðan sömu eða alveg sambærilega vöru auglýsta annars staðar innan 20 daga, fær hann mismuninn endurgreiddan og 20% af honum að auki.