Byko hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á meintu verðsamráði Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins byggingavörur. Segir að Byko geri ekki athugsemdir við að rannsóknaraðilar ræki skyldur sínar með þessum hætti. Húsleit var gerð hjá fyrirtækjunum í morgun. Undir tilkynninguna ritar Iðunn Jónsdóttir, stjórnarformaður Byko.

Tilkynning Byko:

„Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum í morgun vill Byko koma eftirfarandi á framfæri:

Byko hefur ávallt lagt sig fram um að tryggja að starfsemi fyrirtækisins og viðbrögð þess á markaði séu í samræmi við samkeppnislög. Fyrirtækið hefur unnið með rannsóknaraðilum og afhent þau gögn sem óskað hefur verið eftir. Byko gerir ekki athugasemdir við að rannsóknaraðilar ræki skyldur sínar með þessum hætti.

Iðunn Jónsdóttir, stjórnarformaður Byko.“