*

föstudagur, 30. október 2020
Innlent 28. júlí 2020 07:02

BYKO hagnaðist um 968 milljónir

Hagnaður BYKO á síðasta ári nam 968 milljónum króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 9% á árinu 2019.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður BYKO á síðasta ári nam 968 milljónum króna og jókst hagnaðurinn um 9% á árinu 2019. Fréttablaðið greinir frá.

Heildartekjur BYKO á árinu 2019 voru tæplega 20 milljarðar króna, miðað við 19,2 milljarða árið áður. Launakostnaður fyrirtækisins hækkaði um 300 milljónir á síðasta ári. 

Í ársreikningnum er tekið fram að mat stjórnenda félagsins sé að ástandið muni ekki hafa áhrif á rekstrarhæfi félagsins, en eigið fé félagsins við árslok 2019 var 2,35 milljarðar og eiginfjárhlutfall um 40 prósent. Ákvörðun verður tekin um arðgreiðslu fyrir árið 2019 á næsta aðalfundi félagins.

Stikkorð: Uppgjör BYKO