Nær helmingur hluthafa í Ryanair greiddu atkvæði gegn launasamningi við forstjórans Michael O'Leary. Samkvæmt samnngunum geta launagreiðslur forstjórans numið 99 milljónum punda. Frá þessu er greint af vef BBC .

O'Leary hefur verið gefinn kaupréttur að 10 milljónum hluta í Ryanar sem verða innleystir eftir fimm ár, að því gefnu að honum takist að tvöfalda hagnað og/eða marksverðmæti félagsins.Samkvæmt samningum, sem O'Leary skrifaði undir í sumar, geta árslaun hans þar að auki numið allt að 500 þúsund pund.

Umræðan um ofurlaun forstjórans þykir óheppileg fyrir Ryanair þar sem félagið eigi nú í kjaraviðræðum við flugmenn sem hafa boðað verkfallsaðgerðir verði kröfum þeirra ekki hlýtt.