Fjölmennur stofnfjáreigendafundur Byrs sparisjóðs samþykkti nú á sjöunda tímanum  tillögu stjórnar um að sjóðnum verði breytt í hlutafélag. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Forsvarsmenn Byrs ákváðu fyrr á árinu að láta meta kosti og galla hlutafjárvæðingar sjóðsins. Niðurstaðan var sú að kostirnir væru mun fleiri en gallarnir.

Samkvæmt verðmati Capacent ráðgjafar er Byr metinn á 58,2 milljarða króna og grundvallast það mat á stöðu sparisjóðsins í lok fyrsta ársfjórðungs.