Miðað við síðasta gengi stofnfjárbréfa í Byr sem var um 1,35 og uppreiknað verð stofnfjár er virði Byrs rétt tæplega 44 milljarðar króna sem er mjög svipað og eigið fé Byrs að teknu tilliti til arðgreiðslu til stofnfjáreigenda sem ákveðin var í apríl.

Arðgreiðslan nam 44% af uppreiknuðu stofnfjárverði eða um 13,4 milljörðum króna en eigið fé Byrs eftir sameiningu við Sparisjóð Kópavogs og Norðlendinga  nam um 57,5 milljörðum þannig að eigið fé að frádreginni arðgreiðslu nemur 44,1 milljarði en tekið skal fram að Byr birtir ekki fjórðungsuppgjör og upplýsingar um afkomu sparisjóðsins á fyrstaárfjórðungi  því ekki aðgengilegar.

Hlutabréfa Byrs er hins vegar afar lítil þannig að ólíklegt er að fall á hlutabréfamörkuðum hafi haft mikil áhrif á reksturinn fyrstu þrjá mánuð ársins.