Byrðði húsnæðistkostnaðar var að jafnaði hæst hjá leigjendum á almennum markaði árið 2014. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni sem birtust nú í morgun.

Á árinu 2014 varði dæmigerður leigjandi á almennum markaði 24,3% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað og 18,7% þeirra varði meira en 40% af ráðstöfunartekjum í húsnæði en byrðin hækkaði hratt hjá leigjendum eftir árið 2007.

Byrði húsnæðiskostnaðar hjá þeim sem bjuggu í eigin húsnæði lækkaði eftir 2006, úr 20,2% í 16,1% árið 2011, hér er þó vakin athygli á því að í tölum Hagstofunnar er einungis um að ræða eignamyndun, þ.e. greiðslur inn á höfuðstól en ekki heildargreiðslur húsnæðislána.

Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er sérstaklega algengur meðal tekjulægri einstaklinga, en 2014 vörðu 24,9% af tekjulægsta fimmtungnum 40% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði. Hlutfallið í næst-lægsta tekjufimmtungnum var 7,1%.