Kínverskir undirverktakar ÍAV eru byrjaðir að setja upp stálvirki vegna glerhjúps Tónlistarhússins.

Tafir hafa orðið á framleiðslu þessa mikla mannvirkis vegna greiðslufalls til kínversku verktakanna eftir bankahrunið í vetur.

Búið er að leysa úr þeim málum og eru fulltrúar ÍAV farnir til Kína til viðræðna um hversu hratt er hægt að keyra framleiðslu glerhjúpsins upp að nýju.

Stefán Hermansson, framkvæmdastjóri Austurhafnar, segir að heildarkostnaðaráætlun vegna kápunnar utan um húsið og tengdra veggja sé um 2 milljarðar króna. Búið sé að greiða hluta af því og ekki sé annað vitað en að upphafleg tilboð standist.