„Við munum byrja að vinna að verkefni tengdu þessu samstarfi á morgun eða daginn þar á eftir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar Erfðagreiningar, í samtali við Viðskiptablaðið um hve langan tíma það taki fyrirtækin tvö Íslenska erfðagreiningu og Amgen, að byrja að vinna saman eins og ein heild eftir yfirtökuna á Íslenskri Erfðagreiningu. Hann segir að fyrirtækin ættu að geta farið snemma að vinna tiltölulega fljótt saman á skilvirkan hátt. Amgen hefur nú fest kaup á öllu hlutafé Íslenskar Erfðagreiningar eins og fjallað hefur verið um í dag.

"Amgen er þegar að vinna að einu verkefni vegna okkar vinnu," segir Kári en félögin hafa átt í samstarfi vegna rannsóknar á hjartabilunum.

Amgen keypti allt hlutafé Íslenskar erfðagreiningar á 415 milljónir bandarískra dala eða um 52 milljarða íslenskra króna eins og tilkynnt var um í dag.