Bygging nýs Landspítala hefst seinni hluta næsta árs með byggingu meðferðarkjarna við Hringbraut. Verða framlög til byggingar nýs Landspítala 2,8 milljarðar króna á næsta ári, sem er hækkun um 1,5 milljarð frá fjármálaáætlun. Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá verður lögð sérstök áhersla á geðheilbrigðismál með auknum fjárlögum til málaflokksins í áföngum til ársins 2022.

Er ætlunin að fjölga sálfræðingum á heilsugæslu, geðheilsuteymum sem og meðferðarúrræðum við geðvanda fjölgað. Heilsugæslan verður styrkt um land allt sem fyrsti viðkomustaður, en Barna- og unglingageðdeild Landspítala verður styrkt sérstaklega.

Alls hækka heilbrigðis- og velferðarútgjöld í fjárlagafrumvarpinu um 4,6% umfram launa- og verðlagsþróun.