Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur stækkað hratt að undanförnu en erlendir fjárfestar settu 300 milljónir í fyrirtækið fyrr á þessu ári. Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla, segir að leitast verði eftir frekari fjármögnun í lok þessa árs.

Þorsteinn fór yfir sögu fyrirtækisins í vikunni hjá Startup Reykjavík og svaraði fyrirspurnum. Þar kom fram að í upphafi fjármagnaði Þorsteinn hugmyndirnar með því að taka yfirdrátt upp á 12 milljónir króna. Það hafi þó ekki verið mjög þægilegt. Hann hvatti um leið frumkvöðla til að kynna hugmyndir sína af miklum áhuga, hvort sem það væri til að fá fólk með sér í lið eða til að fjármagna fyrirtækið.

Nýverið var ákveðið að setja fjármagn í markaðsstarf hjá fyrirtækinu og í vikunni var ráðinn markaðsstjóri frá Bandaríkjunum.

Hér fyrir ofan er hægt að sjá fyrirlestur Þorsteins hjá Startup Reykjavík.