Verð á skotvopnum hefur lítið breyst frá árinu 2008, en þá hækkaði það og flestar aðrar innfluttar vörur í kjölfar gengishruns krónunnar. Það er þó þannig með skotvopn eins og aðrar vörur að verðið er misjafnt. Þó má eiga von á því að skotvopn hækki nokkuð í verði í sumar.

Framleiðendur skotvopna hafa tilkynnt um verðhækkanir á bilinu 3-15% frá og með næstu mánaðamótum - sem mun væntanlega skila sér inn í verðlag hér landi með vorinu.

Ingólfur Kolbeinsson, verslunarmaður í Vesturröst, hefur afgreitt skotvopn í rúm 20 ár. Hann segir í samtali við Viðskiptablaðið að í flestum tilvikum fari verð og gæði saman þó vissulega sé hægt að finna góð og vönduð skotvopn á góðu verði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.