Haukur Örn Birgisson, héraðsdómslögmaður hjá ERGO lögmönnum, segist búast við miklum fjölda gjaldþrota nú um mánaðamótin og á næstu mánuðum. Hann segist samt vona að staðan verði betri en spár segja til um.

„Maður óttast að staðan sé erfið og á næstu tveim til þrem mánuðum muni afleiðingar hrunsins í október koma í ljós. Það fer að bera á skiptameðferð í febrúar, mars og apríl á þeim fyrirtækjum sem voru að lenda í greiðsluerfiðleikum í október og nóvember,“ segir Haukur Örn í samtali við Viðskiptablaðið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag.