Gera má ráð fyrir að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja ljúki um næstu áramót, að mati Steingríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Fram kemur á umfjöllun ráðuneytis Steingríms um efni skýrslu Samkeppniseftirlitsins um endurreisn fyrirtækja eftir bankahrunið, að aukin hreyfing hafi komist á fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja í bankakerfinu í fyrra, verkefninu sem varði stærri fyrirtæki sé lokið og gengið hafi verið frá sölu þeirra í mörgum tilvikum. Við það dró úr áhrifum banka á stærri fyrirtæki landsins. Þeir höfðu ráðandi stöðu í 46% fyrirtækja í byrjun síðasta árs en voru með hana í 27% fyrirtækja við áramót. Þrátt fyrir þetta kemur fram í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, að eigið fé fyrirtækja sé mun minna hér á landi en almennt í Evrópu.

Umfjöllun ráðuneytisins má lesa í heild sinni hér