Ráðstefna um framtíð lífeyrismála á Íslandi
Ráðstefna um framtíð lífeyrismála á Íslandi
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóðanna, segir lífeyrissjóðina ekki geta búið við gjaldeyrishöft mikið lengur. Hún segir, í samtali við Bloomberg fréttaveituna, að gjaldeyrishöftin séu að mynda bólu á verðbréfamarkaðnum á Íslandi og grafi undan sparnaði almennings.

Þórey býst við því að gjaldeyrishöftin verði áfram næstu fjögur árin. „Það er óþolandi að gjaldeyrishöftin séu enn við lýði,“ segir Þórey í samtali við Bloomberg fréttaveituna. „Þau áttu að vera tímabundin,“ bætir hún við. Hún segist ekki geta sætt sig við óbreytt ástand.

Talið er að lífeyrissjóðirnir þurfi að fjárfesta fyrir meira en 2.000 milljarða króna á næstu 10 árum. Verulega hefur dregið úr erlendum fjárfestingum lífeyrissjóða frá hruni vegna gjaldeyrishaftanna.