Olíuverð mun að líkindum halda áfram að lækka og gæti verð á tunnu farið niður í 30 Bandaríkjadali. Þetta segir Gary Cohn, forstjóri Goldman Sachs, en Bloomberg greinir frá þessu.

Verð á olíu hefur farið hríðlækkandi frá því í sumar og hefur verðið vestanhafs lækkað um 60% frá júnímánuði. Þar kostar tunnan nú um 45 dali en verð á tunnu af Brent Norðursjávarolíu er sem stendur í kringum 48 dali.

Cohn segir að neytendur og olíuframleiðsluríki séu í annarri stöðu en þær hafa verið undanfarin ár og verðið muni að líkindum halda áfram að lækka.