Sextíu og þrír milljarðar myndu fást fyrir 28% hlut ríkisins í Landsbankanum, miðað við bókfært eigið fé hans.  Ríkissjóður á Landsbankann að fullu en heimilt er að selja 28% hlut að þessari stærð á næsta ári. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að mikil eftirspurn yrði eftir bréfum í bankanum og ekkert sé því til fyrirstöðu að taka hlutabréf ríkisins í bankanum til skráningar. „Það yrði mjög æskilegt að nokkur hluti þessa banka kæmist í hendur almennra fjárfesta,“ sagði Páll aðspurður út í málið.

Hann bendir á að það sé uppsöfnuð fjárfestingaþörf á markaðnum. Lífeyrissjóðir of fjárfestingasjóðir séu með 3000 milljarða í sinni umsjón.