CAD-hlutfall Landsbankans er langt yfir lögbundnu lágmarks eiginfjárhlutfalli, jafnvel eftir álagspróf Fjármálaeftirlitsins, segir greiningardeild Glitnis og vitnar í greinargerð sem Landsbankinn sendi frá sér á föstudag, sem svarar gagnrýni fjölmiðla og greiningaraðila.

Þar segir að endurgreiðsluferill bankans hvað varði langtímafjármögnun er sambærilegur við helstu banka á Norðurlöndum og að lántökur bankakerfisins séu aðallega vegna erlendrar áhættu.

Hrein hlutabréfaeign bankans nam tæpum 60 milljörðum í árslok 2005 en um þessar mundir er 59% hlutabréfaeignar bundin í erlendum hlutabréfum, segir greiningardeildin.

Nýlega voru útgefin víkjandi lán í erlendri mynt til þess að verja eiginfjárhlutfall bankans fyrir gengissveiflum.