Ákvörðun Cadbury Schweppes, stærsta sælgætisframleiðanda heims, síðastliðinn föstudag að fresta sölu á gosdrykkjaeiningu fyrirtækisins, gæti leitt til aukins þrýsting frá hluthöfum og skaðað rekstur félagsins, að því er Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sem vel þekkja til mála.

Til stendur að selja meðal annars 7UP og Dr Pepper, en sökum þeirrar ólgu sem ríkir á fjármálamörkuðum hafa mögulegir kaupendur - tveir einkafjárfestingarsjóðir - átt í erfiðleikum með að sækja sér fjármagn á markaði. Á síðustu dögum hafa komið fram vísbendingar um að tilboð áhugasamra fjárfesta verði töluvert lægra heldur en þeir 8 milljarðar punda sem greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir.