Herman Cain og Mitt Romney eru jafnir í forvali Repúblíkanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári samkvæmt nýrri könnun USA Today/Gallup í Bandaríkjunum. Báðir fengu þeir 21% á landsvísu í könnuninni.

Newt Gingrich kemur næstur með 12% og Rick Perry með 11% fylgi.

Góður árangur í skugga ásakana um kynferðislega áreitni

Í dag steig fjórða konan fram sem sakar Herman Cain um kynferðislega áreitni. Atvikið á að hafa gerst árið 1997 þegar Cain var yfir Landsamtaka veitingahúsaeigenda í Bandaríkjunum.

Sharon Bialek frá Chicago hvatti, meintur þolandi áreitninnar, hélt blaðamannafund í dag og hvatti Cain til að koma hreint fram. Cain hefur neitað ásökununum.

Herman Cain og Mitt Romney.
Herman Cain og Mitt Romney.