Flokksráðstefna Íhaldsmanna hófst í dag Birmingham og mun standa fram til miðvikudags. Ræðu David Cameron er beðið með nokkurri eftirvæntingu. Telja fréttaskýrendur að í ræðunni muni Cameron fara yfir með afgerandi hætti hvaða stefnu ríkisstjórn hans muni taka í helstu málaflokkum.

Cameron tilkynnti í dag að stjórnvöld muni leggja fram sérstaklega 164 milljónir punda, eða um 30 milljarða króna, í baráttuna gegn krabbameini.

Fréttaskýrendur telja að fram muni koma á raðstefnunni hversu mikið ríkisútgjöld verða skorin niður en hallinn á ríkissjóði Bretlands er einn sá mesti meðal Evrópulandanna. Einnig hefur Cameron boðað að ríkisstjórn hans muni gera miklar breytingar á velferðarkerfinu og talið er líklegt að mótaðar hugmyndir líti dagsins ljós í Birmingham.