David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að bjóða litlum fyrirtækjum í Bretlandi ódýrt húsnæði í auðu húsnæði í eigu ríkisins. Með þessu vill Cameron styðja við nýsköpun og ný fyrirtæki til að auka vöxt í Bretlandi.

Um 300 byggingar í eigu ríkisins sem standa auðar víða í Bretlandi verða leigðar út en margar byggingar í eigu ríkisins standa auðar. Til stendur að selja það húsnæði sem ekki eru not fyrir en meðan verið er að selja það verður það leigt út í stað þess að standa autt.

Samkvæmt frétt Wall Street Journal er gert ráð fyrir samdrætti á fjórða ársfjórðungi síðasta árs í Bretlandi og það sé einnig gert ráð fyrir samdrætti á fyrsta ársfjórðungi 2012. Ef þessar spár reynast réttar er Bretland aftur komið í kreppu.

Fasteignaeigendur eiga líklega eftir að taka þessu framtaki Cameron illa þar sem hann er kominn í beina samkeppni við þá með mun ódýrari leigu.