David Cameron, forsætisráðherra Breta, baðst í dag afsökunar á því að hafa ráðið Andy Coulson í starf fjölmiðlafulltrúa sinn. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Andy Coulson, sem áður var ritstjóri blaðsins News of the World, var í dag fundinn sekur um aðild sína að símhlerunum. Málið olli miklu hneyksli þegar það kom upp og varð meðal annars til þess að útgáfa blaðsins lagðist af. Eftir að hafa hætt á News of the World varð Coulson upplýsingafulltrúi Camersons.

Á meðal þeirra sem voru hleraðir voru kóngafólk, stjörnur og þolendur í ofbeldisglæpum.