David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvetur leiðtoga evrusvæðisins til þess að grípa til stórtækari vinnuvéla til þess að leysa vanda svæðisins, ella geti illa farið innan nokkurra vikna. Financial Times hefur eftir Cameron að leiðtogar Frakka og Þjóðverja verði að sætta ágreining sinn og ná niðurstöðu um fimm punkta áætlun sem bindi enda á óvissuna.

Viðtal Cameron við FT eykur að sögn blaðsins þrýsting á þau Angelu Merkel og Nicolas Sarkozy sem um helgina lýstu enn yfir að vörður yrði staðinn um stöðugleika á evrusvæðinu. Þá sagði hann það mikilvægt að Þjóðverjar og önnur evruríki taki sameiginlega ábyrgð sem felst í aðild að Myntbandalaginu og að slagkraftur neyðarsjóðs evrusvæðisins yrði aukinn.