David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun ekki banna ráðherrum í ríkisstjórninni að berjast fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Allsherjar kosningar verða haldnar á þessu ári um hvort að almenningur vilji að Bretland verði áfram aðili í Evrópusambandinu, en skiptar skoðanir eru meðal ráðherra Íhaldsflokksins.

Forsætisráðherran sjálfur mun leiða baráttur fyrir því að Bretland muni áfram vera aðilar í Evrópusambandinu, en í breyttri mynd. Bretland er nú í samningaviðræðum við Evrópusambandið um breytingar á aðildarsamningi Bretlands, en talið er líklegt að samningaviðræðum ljúki í febrúar nk.

Cameron segist þess fullviss að mikill meirihluti ráðherra og hátt settra þingmanna innan flokksins muni styðja hann í baráttunni fyrir því að vera áfram inn í ESB. Ef einhverjir ákveði þó að tala fyrir útgöngu úr sambandinu þá treysti hann því að þeir muni hafa umræðuna yfirvegaða og kurteisa.