Búist er við því að David Cameron, forsætisráðherra Breta, muni krefja Francois Hollande, forseta Frakka, um að styðja hugmyndir um breytingar hjá Evrópusambandinu.

Fundur Camerons og Hollande mun fara fram í RAF Brize Norton í Oxfordskíri. Á fundinum verða rædd orkumál, varnarmál og vísindi. Heimildarmenn BBC fréttastöðvarinnar segja að Cameron muni krefjast þess að Evrópusambandið verði sveigjanlegra í framtíðinni.

Breski Íhaldsflokkurinn, flokkur Camerons, hefur lofað því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að ganga úr Evrópusambandinu árið 2017 ef flokkur hans vinnur kosningarnar á næst ári.

BBC greindi frá.