David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt endurbótatillögur á aðildarsamningi Bretlands innan ESB. Cameron segir að breska þjóðin standi frammi fyrir gríðarstórri ákvörðun en þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Bretlands í Evrópusambandinu mun fara fram fyrir lok árs 2017. BBC greinir frá.

Endurbótatillögur Cameron eru fjórar:

  • Áframhaldandi vernd innri markaðsins fyrir Bretland og önnur ríki utan evrusvæðisins.
  • Bæta samkeppnishæfni með að draga úr reglubyrði ESB gagnvart atvinnulífinu.
  • Að Bretland verði undanskilið frá enn nánara Evrópusambandi og að völd þjóðþinga innan ESB verði aukin.
  • Takmarka réttindi farand-verkamanna innan ESB til að fá starfsfríðindi .

Talið er að erfiðasta skilyrðið verði að fá í gegn fjórða skilyrðið um takmörkun á réttindum farand-verkamanna, en talið er að mörg ríki í mið- og austur Evrópu muni berjast harðlega gegn því. Ef þetta næst í gegn þá er einnig talin hætta á að brotið sé gegn einu af grunn skilyrðum Evrópusamstarfsins um rétt til að vinna hvar sem er innan Evrópu.

Cameron sagði að hann vildi ná samningi sem er sanngjarn fyrir Bretland og önnur aðildarríki og að skilyrði sem hann hafi nú sett fram væri grundvöllur samningaviðræðna Bretlands við ESB.