Um áramótin tók Ölgerðin við umboði fyrir ítalska bitterinn Campari og mun hér eftir sjá um dreifingu og sölu hans. Í tilkynningu vegna þessa er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni forstjóra Ölgerðarinnar: “Okkur er það mikill heiður að fá Campari til okkar enda er þetta ein þekktasta áfengistegund í heimi og góð viðbót við það úrval sem við bjóðum nú þegar. “ Campari er vinsælasti bitter í heimi og söluhæstur í sínum flokki hér á landi.

Sögu Campari má rekja allt aftur til ársins 1860 er Gaspari Campari fullkomnaði þá uppskrift af drykknum sem enn er notuð. 60 tegundir kryddjurta og ávaxta þarf til að ná fram hinu sérstaka bragði sem er auk litarins rauða er aðaleinkenni Campari.

Campari er selt í meira en 190 löndum og nemur árssalan um 27 milljón lítrum.