Fyrirtækið sem gaf út Candy Crush leikinn hyggur á skráningu á markað. Fyrirtækið heitir King Digital Entertainment. Höfuðstöðvar þess eru í Dublin en skrifstofur eru víða í Evrópu og San Francisco. Fyrirtækið sótti í dag um skráningu á markað í Bandaríkjunum.

Á vef New York Times er bent á að King sé eitt fjölmargra fyrirtækja sem hefðu skotið upp kollinum að undanförnu og náð heimsvinsældum. En fleiri hugbúnaðarfyrirtæki áforma skráningu á markað. Þannig var greint frá því í gær að fyrirtækið sem rekur tónlistarveituna Spotify verður væntanlega skráð á markað.