Tölvuleikurinn Candy Crush var vinsælasta smáforritið í iTunes-netverslun Apple á árinu sem er að líða. Þótt enn sé hálfur mánuður fram að áramótum þykir ljóst hvaða smáforrit báru sigur úr býtum þetta árið. Forritin eru af ýmsum toga.

Í öðrum sæti var YouTube-app fyrir stýrikerfi Apple. YouTube-appið var það vinsælasta í fyrra.

Önnur öpp á listanum yfir tíu mest sóttu smáforritin eru hlaupaleikurinn Temple Run 2, Vine, kortaforritið Google Maps, Snapchat, Instragram, Facebook, Pandora Radio og Despicable Me: Minion Rush.

Á vef bandaríska dagblaðsins USA Today má sjá lista yfir fleiri smáforrit í öðrum flokkum sem netverjar sóttu sér á árinu.