Canon  og World Press Photo  samtökin hafa endurnýjað samstarf sitt til næstu þriggja ára. Canon og World Press Photo hafa unnið saman síðustu 18 ár, meðal í tengslum við ljósmyndakeppni World Press Photo.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sense, dótturfélagi Nýherja, sem er dreifingaraðili Canon myndavéla hér á landi.

Haft er eftir Rainer Fuehres, yfirmanni Canon Consumer Imaging, í tilkynningunni, að ljósmyndir sem hafa verið sendar í keppnina hafi gríðarleg áhrif á almenning og skýri betur út heimsviðburði.

Þá segir Lillan Baruch í stjórn World Press Photo að samtökin séu mjög ánægð með að Canon hafi framlengt 18 ára samstarf sitt við World Press Photo um þrjú ár.

Yfir 5000 atvinnuljósmyndarar frá 124 löndum sendu inn myndir í keppnina 2009. Alls voru 10 flokkar og sigurmyndin  var eftir bandaríska ljósmyndarann Anthony Suau sem var valin úr hópi 96.000 mynda en hún sýnir vopnaðan lögreglumann við útburð á bandarísku heimili.

Tilkynnt verður um sigurvegarann í World Press Photo fyrir árið 2010 þann 12. febrúar 2010.

World Press Photo, óháð samtök, voru stofnuð árið 1955 og er virtasta samkeppnin á sviði fréttaljósmyndunnar.