Vesturhluti CANTAT-3 sæstrengsins bilaði aftur í morgun, og er ekki búist við að viðgerð takist í bráð, segir í tilkynningu frá Farice. Tímasetning lokaviðgerðar hefur ekki verið ákveðin.

Bilun varð á þeim hluta strengsins á laugardagskvöldið og tók um 20 klukkustundir að ljúka viðgerðum.


Samband er í lagi á austurhluta strengsins, þ.e. milli Íslands, Færeyja og Evrópu og er fjarskiptaumferð í lagi á þeirri leið.