Borgarahreyfingin fengi fjóra menn kjörna á þing samkvæmt nýrri Capacent-Gallup könnun sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið og birt er í dag.

Borgarahreyfingin fengi, samkvæmt könnuninni, 7% fylgi á landsvísu og fengi þar með fjóra inn á þing. Borgarahreyfingin var með 4,4% í könnun Capacent í síðustu viku.

Samfylkingin fær í könnuninni 30,5% fylgi sem er lítil breyting meðal vikna og fengi samkvæmt því 20 menn kjörna. Það er svipað fylgi og flokkurinn fékk í kosningunum árið 2003 en í kosningunum árið 2007 lækkaði fylgið um tæp 4%.

Vinstri hreyfingin-grænt framboð fær samkvæmt könnuninni 25,9% fylgi, 2,3 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Flokkurinn fengi þannig 17 þingmenn, en fékk 9 í síðustu kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni og fær 22,9%. Samkvæmt því fengi flokkurinn 15 þingmenn en flokkurinn fékk í síðustu kosningum 25 þingmenn kjörna. Framsókn bætir við sig 0,7 prósentustigum frá síðustu könnun, hefur nú 11, 8% og fengi 7 þingmenn, jafn marga og 2007. Frjálslyndir fá 1, 1% og Lýðræðishreyfingin 0, 8%.

Samfylkingin er samkvæmt þessu stærsti flokkurinn en könnunin var gerð 15. - 19. apríl, úrtakið var 2000 manns og svarhlutfall 60 af hundraði.

Núverandi ríkisstjórn fengi samkvæmt þessu tryggan meirihluta, 37 þingsæti af 63.