Snorri Jak­obs­son, sér­fræðing­ur hjá Capacent, segir að í skrán­ing­ar­lýs­ingu Eik­ar hafi vantað all­ar upp­lýs­ing­ar um stór­an hluta rekstr­ar­ins en Eik var skráð á markað í apríl. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Capacent vann skýrslu um fasteignafélögin í kauphöllinni. Þar segir að fast­eigna­fé­lagið Eik hafi varla tækt til verðmats við skrán­ingu þar sem í skrán­ing­ar­lýs­ingu voru eng­ar fjár­hags­upp­lýs­ing­ar um Land­fest­ar sem Eik yf­ir­tók á ár­inu 2014.

Að sögn Snorra á að vera hægt að meta framtíðar­horf­ur í lýs­ingu sam­kvæmt lög­um um verðbréfaviðskipti. Í samtali við blaðið segir Snorri „Rekst­ur fé­lags­ins bygg­ist á tveim­ur fé­lög­um en ekki einu. Það er því mjög sér­stakt að birta bara fortíðarrekst­ur eins fé­lags­ins þegar framtíðarrekst­ur og verðmæti fé­lags­ins bygg­ist á rekstri tveggja fé­laga.“

Gagnrýna einnig útboð Reita

Capacent gagnrýnir líka útboð Reita sem einnig fór fram í apríl. Í skýrslu Capacent segir að Arion banki, þáverandi stærsti eigandi bæði Reita, hafi setið beggja vegna borðsins og ákvarðað útboðsgengi. Þannig hafi bankinn verið bæði í hlutverki fjárfestis og þjónustuaðila. Í samtali við Morgunblaðið segir Snorri að þetta þætti vart eðlilegt í nágrannalöndum okkar.