Capacent spáir því að verðbólga muni hækka um 0,27% í desember sem fyrirtækið segir jólin því verða voðalega jólaleg jól því vísitalan hafi einmitt hækkað um 0,27% í desember síðustu ár. Rætist spáin mun 12 mánaða verðólga hækkar úr 1,7% í 1,9%.

„Út af einhverri ótrúlegri tilviljun lækkar grænmeti alltaf í verði á jólunum en sykur og salt hækkar oftast. Hin íslenska grýla a.k.a. íslenska krónan hefur verið að styrkjast síðustu vikurnar og mun matvælaverð því lækka örlítið að meðaltali þrátt fyrir hækkun sykurs og salts,“ segir í greiningunni en talið er að matvælaverð muni hafa 0,03 prósentustiga áhrif til lækkunar.

Þá segir jafnframt að amerískur ístrubelgur hafi hrellt húsmæður í Garðabæ en með því er að líkindum átt við komu Costco en talið er að aukin samkeppni og sterk króna muni almennt halda aftur af verði á innfluttum varningi.

Þá er jafnframt gert ráð fyrir hækkun flugfargjalda, lækkun á verði bíla og að fasteignaverð hækki um 0,5%.