Ráðgjafafyrirtækið Capacent tapaði 25 milljónum króna í fyrra. Árið áður hagnaðist fyrirtækið hins vegar um 41,6 milljónir króna að því er kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2016.

Rekstrartekjur félagsins námu 850,7 milljónum samanborið við 929,5 milljónir árið áður. Rekstrartap félagsins fyrir afskriftir (EBITDA) nam 16,5 millj- ónum króna. Eigið fé Capacent í árslok 2016 nam 38,5 milljónum króna samanborið við 57,4 millónir í lok árs 2015.

Heildareignir Capacent námu í árslok 2016 212,9 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er því 18%. Ekki var greiddur út arður á árinu 2016. Í febrúar 2017 var gengið frá kaupum Capacent Holding AB í Svíþjóð á 62,5% hlutafjár Capacent á Íslandi.